Upplýsingar um Mercedes-Benz klúbb Íslands









Hér finnur þú upplýsingar um tilurð félagsins, inngöngu í félagið og hverjir eru hagsmunir af því að vera í því.

Mercedes-Benz klúbbur Íslands ("The Mercedes-Benz Club of Iceland") er hluti af Mercedes Benz Car Clubs sem er alþjóðlegt klúbbasamband á vegum Daimler AG, framleiðanda Mercedes-Benz.

Stefna félagsins er gæta hagsmuna Mercedes-Benz eigenda og áhugamanna og að tengja saman þessa aðila á Íslandi með því að stuðla að mannamótum þeirra á meðal, jafnframt því að halda úti þessu vefsvæði áhugamönnum til ánægju og fróðleiks.

Stofnun félagsins var samvinnuverkefni fimm einstaklinga og Ræsis hf, fyrrum umboðsaðila Mercedes-Benz, fyrir hönd Daimler samsteypunnar.
Fyrir stofnun félagsins hafði farið fram forskráning félagsins á vegum Ræsis hf í sambandið, og fengist með því vilyrði fyrir því að Daimler viðurkenndi hið nýja félag. Slík viðurkenning er mikill heiður fyrir félög sem þetta enda gerist félagið með því hluti af alheimsneti klúbba á vegum Daimler.

Núverandi stjórn félagsins var kosin á aðalfundi þann 10. apríl 2008.
Í stjórn eru:
Gunnar Már Gunnarsson (formaður), Rúnar Sigurjónsson (vara-gjaldkeri), Benedikt H. Rúnarsson (varaformaður), Sveinn Þorsteinsson og Þröstur Reynisson.
Varamenn eru:
Halldór Björn Malmberg Oddsson og Reynir Ari Þórsson (gjaldkeri).

Innganga í Mercedes-Benz klúbb Íslands

Félagsgjald á ári er 3000 kr. Sé hinsvegar gengið til liðs við félagið á tímabilinu frá 1. september til 1. desember skal greiða 4000 kr. til að öðlast aðild að félaginu í rúmt ár, en ekki bara til næstu áramóta sem á eftir koma. Þeir sem því greiða 3000 krónur á umræddu tímabili fá gíróðseðil örfáðum vikum síðar.

Til að ganga í félagið er fyrsta skrefið að leggja þessar 3000 eða 4000 krónur (sjá útskýringu hér ofar) inn á reikning félagsins sem er 1185-26-2710 kennitala 450304-2710. Áríðandi er að í tilvísun komi fram kennitala hins nýja félaga og ekkert annað. Við svo búið skal sendur tölvupóstur á gjaldkeri@stjarna.is með upplýsingum um nafn, kennitölu, heimili, póstnúmer og síma. Félagsskírteinið mun síðan verða sent frá höfuðstöðvum Daimler eins fljótt og auðið er, en félagsskírteini eru send þaðan einu sinni í mánuði til allra klúbba inna MBCCCI. Þeir sem eitthverra hluta vegna þurfa staðfestingu á félagsaðild áður en skírteinið er sent út til félaga er bent á að taka það fram í tölvupósti til félagsins.

Tekið skal fram að við sendum ekki gíróseðil og að enginn sem ekki hefur sent greiðslu verður skráður í félagi.

Einnig skal tekið fram af gefnu tilefni að það að skrá sig inn á spjallvef eða Facebook síðu félagsins jafngildir ekki félagsaðild.

Hvaða hagsmunir eru af því að vera félagi í Mercedes-Benz klúbbi Íslands?

Allir félagar fá sent eintak af hinu stórskemmtilega blaði Mercedes-Benz Classic sem gefið er út af Daimler AG fjórum sinnum á ári (blaðið kostar annars 29 € í áskrift til Íslands). Þá njóta félagsmenn ýmissa kjara erlendis með alþjóðlega skírteininu sem kynnt verða innan skamms hér á stjarna.is.

Afslættir á vöru og þjónustu:

N1
Afsláttur tengdur Viðskiptakorti N1 tengdu Safnkorti eða með Greiðslulykli N1 tengdu safnkorti.
Afslátturinn er m.a. af eldsneyti, smurolíu & vinnu, bíla- & rekstrarvörum, hjólbörðum og vinnu og mótorhjólavörum.

Verslanir og þjónustumiðstöðvar N1 eru um land allt.

www.N1.is

Varahlutir:

Bílaumboðið ASKJA hf
Viðurkenndur umboðsaðili fyrir Mercedes-Benz.

15% afsláttur af varahlutum fyrir Mercedes-Benz bifreiðar.

Krókhálsi 11, Reykjavík. Sími: 590-2100

www.askja.is

AP varahlutir
15% afsláttur af varahlutum og 25% afsláttur af síum

Smiðjuvegi 4 (græn gata), Kópavogi. Sími: 577-2500

Tækniþjónusta Bifreiða
15% afsláttur af varahlutum og 10% afsláttur af aukahlutum.

Hjallahrauni 4 v/Helluhraun, Hafnarfirði. Sími: 555-0885

www.bifreid.is

AB varahlutir
10% afsláttur.

Bíldshöfða 18, Reykjavík. Sími: 567-6020

www.abvarahlutir.is

Poulsen
Afsláttur er mismunandi eftir vöruflokkum.

Skeifan 2, Reykjavík. Sími: 530-5900

www.poulsen.is

Rétting og sprautun :

Bílarétting og sprautun Sævars
10% afsláttur af vinnu gegn staðgreiðslu. Þetta er vottað réttinga- og sprautuverkstæði sem bíður upp á tjónaskoðun fyrir öll tryggingafélög, svokallað Cabas verkstæði.

Bíldshöfða 5a, Reykjavík. Sími: 568-9620

Bílalakk ehf
15% afsláttur af bílalökkum og málningarefnum.

Skemmuvegi 14 (blá gata), Kópavogi. Sími: 557-9900

Hjólbarðaþjónusta:

Hjólbarðaverkstæði Sigurjóns
15% afsláttur.

Hátúni 2a, Reykjavík. Sími: 551-5508

Nesdekk hjólbarðaverkstæði
15% afsláttur af dekkjum og 20% af vinnu.

Fiskislóð 30, 101 Reykjavík. Sími 561 4110

Skoðunarstöðvar:

Aðalskoðun
15% afsláttur á skoðunargjaldi gegn framvísun félagsskírteinis.

Skoðunarstöðvarnar eru staðsettar að: Hjallahrauni 4, Hafnarfirði;  Skeifunni 5, Reykjavík;
Skemmuvegi 6, Kópavogi; Sólvöllum 17a, Grundarfirði; Múlavegi 13, Ólafsfirði;
Leiruveg 6, Reyðarfirði.

www.adalskodun.is

Startara- og alternatoraviðgerðir:

PG-Þjónustan
15% afsláttur af vinnu gegn framvísun félagsskírteinis.

Eldshöfða 5, Reykjavík, Sími: 586-1260

Annað:

Bílasala Guðfinns.
20% afsláttur af sölulaunum fyrir félagsmenn.

Stórhöfða 15 (v/Gullinbrú). Sími 562 1055

www.guffi.is

Málningarvörur ehf.
15% afsláttur fyrir félagsmenn.
Dæmi um vörur eru Meguiar's og Concept bón og hreinsivörur fyrir bíla.

Lágmúla 9, Reykjavík. Sími: 581-4200

www.malningarvorur.is

Sendibílaþjónusta á Mercedes Benz Sprinter
Sævar Hjörleifsson, sendibílsstjóri, býður 15% afslátt fyrir félagsmenn.
Sævar tekur að sér alls konar flutninga, frá smádóti upp í búslóðir, og er hægt
að fá flutning á öllum tímum sólarhringsins.

Sævar er í síma 860 8050

Adam & Eva
Býður 15% afsláttur fyrir félagsmenn af þeim vörum sem eru í boði í þremur verslunum Adams & Evu sem og á vefsíðu fyrirtækisins. Sé pantað í gegnum vefverslun þá þarf að taka það fram að viðkomandi sé meðlimur í klúbbnum.
Ath. að afsláttur gildir þó ekki á tilboðsvörum eða útsöluvörum.

Verslanir Adams & Evu eru staðsettar að: Kleppsvegi 150 (Kleppsvegur/Holtavegur), Reykjavík. S: 517 1773 / Hverfisgötu 82 (Vitastígur/Hverfisgata), Reykjavík. S: 511 6966 / Sunnuhlíð 12, Akureyri. S: 461 3031

www.adamogeva.is

Frekari afsláttamál eru til skoðunar.