Nýtt á stjarna.is


22. desember 2009

Lítið hefur verið uppfært á þessu ári nema fréttahornið þó svo að ýmislegt sé í "pípunum". Þó er búið að tengja inn fyrstu greinina frá Daimler Media sem er á ensku og undir Eldri bílar og W136/191.
Fleiri greinar eru væntanlegar, bæði á íslensku og ensku en reikna má með því að efni á ensku verði þó í meirihluta í framtíðinni.

Með því að smella á myndina má fara beint inn á síðuna um "170" bílinn:

28. júlí 2009

Uppfærðar hafa verið upplýsingar undir flipunum eldri bílar og yngri bílar.
2 gerðir (W126 og W123) voru fluttar undir eldri bílar og nýjum gerðum bætt við yngri bílar. Sá listi er þó enn ekki tæmandi auk þess sem verið er að uppfæra sportbílahlutann.

19. júlí 2009

Krambúðin hefur verið uppfærð enda löngu kominn tími til!.

Sjá nánar undir Krambúð.

15. apríl 2009

Þar sem við erum komnir með aðgang að fréttaveitu Daimler AG ásamt að fá fréttaskeyti frá Mercedes-Benz og MB.tv þá vonumst við til þess að geta oftar birt efni á síðunni.

Sjá nánar nýlegar fréttir á fréttasíðunni.

25. febrúar 2009

Þar sem fréttasíðan var orðin full löng þá var ákveðið að skipta henni upp eftir því tímabili sem fréttin var birt.

Sjá nánar á fréttasíðunni.

4. febrúar 2009

Spjallþráðurinn www.stjarna.is/forum hefur verið uppfærður í nýjustu útgáfu af phpBB hugbúnaðinum. Þetta var m.a. gert vegna öryggisgalla í þeirri útgáfu sem notuð var áður.

Margir nýjir eiginleikar koma með nýja spjallinu sem er þó enn ekki komið í sinn endanlega búning. Spjallið er t.d. ennþá á ensku en það verður uppfært í íslensku um leið og hægt er. Þá er stefnan að reyna að halda útlitinu eins svipuðu því sem áður var með tenglum í aðalsíðu klúbbsins, www.stjarna.is.

Þar sem hluti spjallkerfisins er enn í uppfærslu þá mega notendur eiga von á einhverjum hnökrum á næstunni.

Gamla útlitið:

Útlitið á nýja spjallinu eins og það er í dag:

Sjá nánar.

15. desember 2008

Þessi síða, nýtt á stjarna.is, hefur ekki verið uppfærð sem skildi undanfarin ár en við ætlum að breyta því. Það er von okkar að við munum geta uppfært þennan vef reglulega í framtíðinni.

Það sem er nýtt á síðunni í dag er að við höfum verið að uppfæra síðuna "Um klúbbinn" með upplýsingum um þau afsláttarkjör sem í boði eru í dag.
Það er von okkar að við munum geta gert enn betur á næstunni.

Sjá nánar.

13. febrúar 2005

Nú hefur nýju útliti á vefsíðu okkar verið hleypt inn á veraldar vefinn. Mikil vinna liggur að baki síðunni og hafa aðstandendur Mercedes-Benz klúbbs Íslands sumir hverjir lagt mikla vinnu í vefsvæðið.

Sjá nánar.

23. júlí 2004

Eftir nokkurt hlé á skrifum inn á síðuna kemur nú stuttleg umfjöllun um W180 og 128 Ponton bílinn hér inn á síðuna.
Sjá nánar.


23. júlí 2004

Nýtt fyrirkomulag á stjörnuferðum okkar hefur verið tekið upp til haustsins þar sem alltaf er boðað til ferðar þann 12 og 24 hvers mánaðar.
Sjá nánar.

10. apríl 2004

Stuttlegri umfjöllun um W111 Heckflosse bílinn bætt inn á síðuna.
Sjá nánar.

19. des 2003

Lesandi vefsíðunnar sendi okkur tengill inn á íslenska síðu um Unimog bila. Það er fróðlegt að skoða þessa síðu um bíla sem eru jú líka Mercedes-Benz.
Sjá nánar.