Fréttir á stjarna.is

ELDRI FRÉTTIR

2009

2007-2008

2005-2006

2003-2004

6. júlí 2010

KVARTMÍLUKVÖLD MBKÍ VERÐUR HALDIÐ 9. JÚLÍ 2010

(Fleiri myndir af ŝessum sérkennilega 300SL má sjá á Automotto.org)

Kvartmílukvöldið hefst kl. 20:00 og mun standa til kl. 23:00 (eða lengur ef vel virðrar).

Brautin verður eingöngu opin fyrir Mercedes Benz bifreiðar og ganga félagsmenn í MBKÍ fyrir.
Þetta kvöld er í boði MBKÍ og því greiða félagsmenn, sem og velunnarar klúbbsins á spjallinu eða Facebook, engin gjöld. 
Hér er því frábært tækifæri fyrir eigendur Mercedes-Benz bifreiða til þess að koma og prófa bílana sína á keppnisbraut. 

Á eftirfarandi slóð má finna upplýsingu um staðsetningu brautarinnar:
http://www.kvartmila.is/wiki/index.php/Brautin

Kvartmílukvöldið er haldið í samstarfi við Kvartmíluklúbbinn.
Það er skilyrði að þeir sem keyra brautina verða að vera með hjálm!
Kvartmíluklúbburinn setur ekki skilyrði af sinni hálfu varðandi tryggingarviðauka en MBKÍ mælir með því við félagsmenn, og aðra sem áhuga hafa að taka þátt, að þeir athugi það hjá sínum tryggingarfélögum hvort viðauka sé krafist.

Ath. að nánari upplýsingar verða póstaðar inn á spjallþráð klúbbsins þegar nær dregur sem og á Facebook síðu klúbbsins.

Smelltu hérna á myndina fyrir neðan til þess að fá nánari upplýsingar um Kvartmíluklúbbinn:
VEFUR KVARTMÍLUKLÚBBSINS>>

HÉR ER HLEKKUR Í VIÐBURÐINN Á SPJALLINU>>

5. júlí 2010

MERCEDES BENZ HEFUR ALDREI SELT JAFNMARGA BÍLA Í JÚNÍMÁNUÐI EINS OG NÚNA ÁRIÐ 2010

Í júní sl. afhenti Mercedes-Benz 113.300 bíla og er það söluhæsti júnímánuður í sögu fyrirtækisins. Um 13% söluaukning var á heimsvísu og hefur söluaukning það sem er af þessu ári farið fram úr öllum væntingum.
Er þetta í áttunda skiptið í röð þar sem söluaukning hjá Mercedes-Benz fer yfir tveggja stafa tölu.

Mesta aukningin var á E-class og S-class bílum og er kínverski markaðurinn augljóslega í mikilli uppsveiflu

5. júlí 2010

NÝR CL COUPÉ - "THE EPITOME OF A LUXURY COUPÉ"

Ný kynslóð af Mercedes-Benz CL verður fáanleg frá söluaðilum Mercedes-Benz frá og með 25/09/2010.

Hér fyrir neðan má finna hlekk í stutt kynningarmyndband frá Mercedes-Benz.tv:

SKOÐA NÁNAR HÉR>>

HÉR MÁ LESA FRÉTTATILKYNNINGU DAIMLER MEDIA Í HEILD Á SPJALLINU>>

2. febrúar 2010

MERCEDES-BENZ E-CLASS W212 BÆTIR VERÐLAUNUM OG VIÐURKENNINGUM Í SAFNIÐ

Enn er W212, nýji E-class bíllinn frá Mercedes-Benz að sópa að sér verðlaunum og viðurkenningum.
Nú nýverið fékk þessi gerð af bílum frá Daimler viðurkenninguna "Guli engillinn 2010" (Yellow Angel) frá ADAC í Þýskalandi (ADAC er systurfélag FÍB á Íslandi).
Guli engillinn er nokkurs konar "Óskarsverðlaun í bílabransanum" en verðlaunin heita í höfuðuð á hinum vingjarnlega og hjálpsama aðstoðarmanni frá ADAC (sambærilegt við FÍB aðstoð).

Önnur verðlaun og viðurkenningar sem E-class hefur nýverið fengið eru m.a.:

  • Lesendur Auto Zeitung völdu E-Class sem "The best luxury saloon.
  • Lesendur AUTO BILD völdu E-class sem "Germany's most beautiful car".
  • E-Class vann hinn rómuðu "EuroCarBody 2009" verðlaun.
  • E-Class vann Diners Club Magazine verðlaunin fyrir "the best power-to-economy ratio".
  • E-Class vann "Grand Austrian Automobile" verðlaunin sem vinsælasti lúxusbíllinn.

Fleiri fréttir af afrekum W212 eru væntanlegar á næstunni.

HÉR MÁ LESA FRÉTTATILKYNNINGUNA Í HEILD Á SPJALLINU>>