Mercedes-Benz 190 og 190E, W201 árgerðir 1982 - 1993

 

 

 

190 árgerð 1982.

Alls voru framleidd rúmlega 1,9 miljón eintaka af W201 bílum á 11 árum.

 

 

Stílhreinn afturendi.

 

Mælaborð í 190E.

 

Loftmótstöðuprófun.

 

 

190E 2,3 16v.

 

 

 

Var þetta ljónið í sauðagærunni?

 

 

Margir hafa haft gaman af að gæða þessa bíla breyttu útliti. Hér er einn mjög fallega breyttur.

 

 

 

Eldri útgafa af W201 bíl (Evrópuútgáfa).

 

 

Yngri útgáfa af W201 bíl (Ameríkutýpa).

Stuttgart kynnir 190

Þann 29. nóvember 1982 var þriðja línan fra Mercedes kynnt. Áður var aðeins um að ræða milli-útgáfur og S-klassa. Nú til dags eru módel skilgreiningar auðveldari: C, E eða S klassi. Hér var um að ræða 190/190E bílana sem lengi hafði verið beðið eftir. Ekkert annað en bylting, því miðað við hönnun, fjöðrun, vél og þyngd, þá var þessi týpa af MB verulega frábrugðin sínum eldri bræðrum.

Þessi róttæka hönnun var vel heppnuð, þó hún ætti kannski ekki uppá pallborðið hjá öllum. MB verkfræðingarnir voru sérstaklega hrifnir af "multi link" sjálfstæðri fjöðrun að aftan sem gaf kost á nýjum víddum í öryggi og þægindum í akstri. Sem bónus við þessa nýju eiginleika þá voru þessir nýju bílar virkilega hraðskreiðir - u.þ.b. 200 km/klst og það með lítilli eyðslu miðað við stærri bræður 190 bílanna.

Það var bara spurning um tíma hvenær bætt var um betur við 190 bílanna. Dísel og síðan kannski sport útgáfu. Og það varð raunin: 190 D og 190 E 2.3-16 voru sýndir á Frankfurt sýningunni 1983.

190 D vélin var sú fyrsta hjá MB til að vera "algjörlega" hljóðeinangruð. En afköst 190 E 2.3-16 hristu upp í mörgum. Þessi sportari hafði þegar látið að sér kveða á reynslubrautinni í Nardo á suður-Ítalíu.

Innkoma 190 E 2.3-16

Nú er það svo að áður en bílar MB eru settir á markað hafa þeir farið í gegnum mikið harðræði í formi tilrauna. Samt er það sjaldgæft að mennirnir í Stuttgart leyfi fréttamönnum að fylgjast með síðasta stigi tilrauna þeirra með ný módel og þá sérstaklega á háhraða braut með "endurance" sem áherslu.

Nýja 2.3 sport vélin var fjögurra cyl með tveimur ofanáliggjandi kambásum var fyrsta fjöldaframleidda fjögurra ventla vél MB. Innspýtingarkerfið var framleitt af Bosch (no surprise there).

Þessi vél skilaði 136 kW eða 185 hestöflum miðað við 6200 snúninga. Torkið var 240 Nm miðað við 4500 snúninga. Bílnum var skilað í 100 km á 7,5 sek. Hámarkshraði var 235 km/klst.

Suður Ítalía 13. - 21. ágúst 1983 (Nardo brautin)

Keyrslubílarnir voru aðeins breyttir miðað við venjulega framleiðslu til að styrkja þá í komandi átökum. Þeir voru lækkaðir um 15mm og svuntan að framan var lækkuð um 20mm. Kæliviftan var fjarlægð og aflstýrinu var skipt út fyrir "mechanical" stýri. Til varnar framljósum á daginn voru plasthettur settar yfir þau. Einnig var vatnskassinn varinn með auðskiptanlegum "insect screen" til varnar kælieiginleikum hans.

Snemma morguns 13. ágúst lögðu sportararnir þrír upp í langferðina sem átti að verða 50.000 km. Hér átti eftir að reyna á bíla, bílstjóra og aðstoðarfólk á brautinni.

Brautin í Nardo er 12,6 km löng og hefur radíus sem er u.þ.b. 4 km. Brautin er með hallandi braut (svipað og Nascar) og þ.a.l. minnkar það vægi miðflóttaafls á keppnisbílanna og það jafnvel þó ekið sé á hraða yfir 240 km/klst.

Menn lögðu upp með að ná 50.000 km markinu í byrjun áttunda dags. Þetta miðaðist náttúrulega við að engin óhöpp yrðu. Pitt-stop yrðu að vera fumlaus og allir 6 bílstjórar hvers bíls yrðu að vera á tánnum þegar að þeim kom. Brautartíminn mátti ekki vera undir 3 mín og 5 sek til að halda í við áætlanir um 240 km meðalhraða (pitt-stop innifalið).

Á tveggja og hálfs tíma fresti komu bílarnir þrír inn í 20 sek pitt-stop þar sem skipt var um ökumann og fyllt á bensínið. Álagið á afturdekkin var slíkt að skipta þurfi á þeim á 8.500 km fresti. Framdekkjum var skipt eftir 17.000 km akstur. Þegar bílarnir komu inn vegna dekkjaskiptinga voru pittstoppin 5 mínútur þar sem þá var einnig skipt um olíu/olíusíur og ventlastillingar framkvæmdar ef þurfa þótti.

Þrjú heimsmet, níu alþjóðleg (týpu) met

Eftir 201 klst, 39 mín og 43 sek akstur höfðu tveir bílanna náð 50.000 km markinu. Varahlutum sem höfðu verið tilbúnir samkvæmt áætlunum þurfti ekki við þar sem bílarnir skiluðu sér í mark þrátt fyrir mikla "performance" pressu.

Þriðji bíllinn skilaði sér í mark 3 tímum síðar þar sem kveikjuhamar hafði gefið sig - hlutur sem mátti ekki skipta um skv. reglum en var gert við á staðnum

Mercedes 190 E 2.3-16 hafði þegar sannað sig og hann fékk mikla athygli á bílasýningunni í Frankfurt 1983. Hann sló síðan í gegn miðað við sölutölur eftir það.

Heimsmet:

25.000 km: 247,094 km/klst
25.000 mílur: 247,749 km/klst
50.000 km: 247,939 km/klst

Alþjóðleg týpu met:

1.000 km: 247,094 km/klst
1.000 mílur: 246,916 km/klst
5.000 km: 246,914 km/klst
5.000 mílur: 246,729 km/klst
10.000 km: 246,826 km/klst
10.000 mílur: 246,839 km/klst
6 klst: 246,839 km/klst
12 klst 246,628 km/klst
24 klst: 246,713 km/klst


Þessi grein er lausleg þýðing úr umfjöllun á erlendri vefsíðu.

Slóðin á upprunalegu síðuna er www.mbnz.org/news/news.asp?id=238

Þýðingu þessa vann Arinbjörn Gunnarsson.